Ásatún 26, Akureyri

Íbúðin er í svokölluðu Naustahverfi sem er í suðvesturhluta Akureyrar. Húsið er 12 íbúða fjölbýli á þremur hæðum,  byggt árið 2014, klætt utan með bárustáli. Yfir útidyrum er appelsínugul rönd sem gerir innganginn auðþekkjanlegan. Íbúðin er á jarðhæð til vinstri merkt 101.

Íbúðin er 110 fm og í henni eru þrjú svefnherbergi og svefnaðstaða fyrir 8 manns. Rúm eru 183 cm x 203, 160 x 200, og tvennar kojur með dýnustærð 90 x 200. Auk þessa eru tvær harmonikusvampdýnur í geymslunni, sem er innan íbúðarinnar. Borðbúnaður er fyrir 12. Uppþvottavél er í íbúðinni og ísskápur með góðum frysti. Barnarúm og barnastóll eru á staðnum.
Á baðherbergi eru þvottavél og þurkari. Sturta er á baði.
Öll gólf eru flísalögð og íbúðin er mjög rúmgóð, þannig að vel ætti að fara um alla sem nýta sér þessa frábæru aðstöðu.
Aðgengi er að sjónvarpi símans og nettengingu.

Einungis nokkrir metrar eru í næstu matvöruverslanir og mjög stutt er á útvistarsvæði Akureyringa. Mjög stutt er í strætó sem er gjaldfrjáls fyrir alla.

Innifalið í leiguverði eru brottfaraþrif en íbúðinni þarf þó að skila snyrtilegri, henda rusli – muna að flokka –  og setja hvern hlut á sinn stað.

Verðskrá frá 1. febrúar 2023
Helgi 3 nætur kr. 27000
2 virkar nætur kr. 14.000
Vika kr.  37.000

Helgin er alltaf leigð föstudag til mánudags.

Pantanir

Á sumrin er húsinu úthlutað og þá þarf einnig að nýta punkta en í vetrarleigu gildir fyrstur kemur fyrstur fær og punktar ekki dregnir frá.

Eftirfarandi reglur gilda um alla orlofskosti og eru gestir vinsamlegast beðnir um að virða þær:

  • Reykingar eru stranglega bannaðar í orlofsíbúðum og húsum Stéttarfélags Vesturlands. Það á einnig við um rafrettur.
  • Leigutaka er óheimilt að framselja leigusamninginn án samþykkis félagsins.
  • Ekki er leyfilegt að hafa gæludýr í orlofsíbúðum félagsins.
  • Helgarleiga í öllum íbúðum og sumarhúsum félagsins er 3 nætur frá föstudegi til mánudags.
  • Hafi félagsmaður bókað og greitt fyrir íbúð með meira en tveggja mánaða fyrirvara og geti svo ekki nýtt sér leiguna, þá er honum endurgreitt að fullu óski hans þess áður en 60 dagar eru í leigudag.
  • Ef minna en 60 dagar eru að leigudegi, er íbúðin losuð á vefnum og auglýst á heimasíðu félgasins. Náist að leigja húsið/íbúðina á næstu 50 dögum, fæst endurgreitt að fullu. Eftir 50 daga, þ.e. þegar minna en 10 dagar eru í útleigu fæst ekkert endurgreitt.
  • Félagsmaður sem óskar eftir því að nýta ekki bókunarkerfið Frímann og vill bóka með aðstoð starfsmanna félagsins, þarf að ganga frá greiðslu samdægurs. Gerist það ekki er afbókað að morgni næsta vinnudags.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei